Back to All Events

Andrými í litum og tónum „Á meðal gömlu meistaranna“

  • Listasafn Íslands Fríkirkjuvegur Reykjavík, Capital Region, 101 Iceland (map)

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.
Aðgangur er ókeypis.

Efnisskrá:
Johann Joachim Quantz (1697-1773)
Tríósónata í e-moll, QV 2:21 fyrir flautu, fiðlu og fylgirödd.
Adagio
Allegro
Gratioso
Vivace

Johann Sebastian Bach (1685-1750)
Tríósónata í G-dúr, BWV 1038 fyrir flautu, fiðlu og fylgirödd.
Largo
Vivace
Adagio
Presto

Flytjendur:
Magnea Árnadóttir flauta
Svava Bernharðsdóttir fiðla
Ólöf Sigursveinsdóttir selló
Guðný Einarsdóttir semball

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins.

Later Event: April 29
Andrými í litum og tónum