Tónleikar í minningu Hallfríðar Ólafsdóttur
Sep
4
5:00 PM17:00

Tónleikar í minningu Hallfríðar Ólafsdóttur

Íslenski flautukórinn stendur fyrir tónleikum í minningu Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara, stjórnanda og höfundi sem lést þann 4. september 2020 eftir baráttu við krabbamein.

Tónleikarnir verða haldnir í Langholtskirkju. Á efnisskránni verða tónverk sem flytjendur tengja við minningu Hallfríðar og sem henni voru kær. Á dagskránni verða einnig tvö ný tónverk samin sérstaklega af þessu tilefni af tónskáldum sem hún vann náið með á sínum ferli. Með tónleikunum verður minning hennar heiðruð og leitast eftir því að endurspegla hennar einstöku og fögru sýn á tónlist og lífið sjálft.

Efnisskrá:
Þorkell Sigurbjörnsson: Heyr himnasmiður
Þórunn Guðmundsdóttir: Hafblik (frumflutningur)
Mozart: Ave Verum Corpus
Hugi Guðmundsson: Lux

Hlé

Bára Grímsdóttir: Ég vil lofa eina þá
Páll Ragnar Pálsson: Ascension (frumflutningur)
Þorkell Sigurbjörnsson: Rá’s dozen
Þorkell Sigurbjörnsson: Nú hverfur sól í haf

Íslenski flautukórinn:
Áshildur Haraldsdóttir
Berglind María Tómasdóttir
Berglind Stefánsdóttir
Björg Brjánsdóttir
Björn Davíð Kristjánsson
Dagný Marinósdóttir
Ingunn Jónsdóttir
Jón Guðmundsson
Karen Karólínudóttir
Lilja Hákonardóttir
Magnea Árnadóttir
Maria Cederborg
Margrét Stefánsdóttir
Pamela De Sensi
Petrea Óskarsdóttir
Sólveig Magnúsdóttir

View Event →
Flautur með framandi brag: ÍFL og Metropolitan Flute Orchestra
Jul
18
7:00 PM19:00

Flautur með framandi brag: ÍFL og Metropolitan Flute Orchestra

The Metropolitan Flute Orchestra frá Boston Massachusetts og Íslenski flautukórinn halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu kl. 19:30, miðvikudaginn 18. júlí. Á efnisskránni eru verk eftir J. Sibelius, E. Grieg, F. Mendelsohn, Manuel De Falla, Kolbein Bjarnason, Báru Grímsdóttur auk tónlistar eftir bandarísk tuttugustu aldar tónskáld. Í hljómsveitinni eru rúmlega þrjátíu flautuleikarar og leika þeir á sjö mismunandi gerðir af þverflautum, allt frá piccolo niður í kontrabassaflautu og spannar hvorki meira né minna en 6 áttunda raddsvið. Óhætt er að búast við einstökum hljómi og afar vönduðum tónlistarflutningi frá þessum glæsilega hópi.

Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1998 og hefur á farsælum ferli farið í tónleikaferðir um öll Bandaríkin auk þess að ferðast um England, Skotland, Írland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Pólland, Slóvakíu og Tékklands. Stjórnandi hópsins er Paige Dasher Long, sem er þekkt fyrir störf sín sem stjórnandi og tónskáld auk þess að koma fram á hátíðum kenna sem gestur við tónlistarháskóla. Hljómsveitin kemur einnig fram á tónleikum í Skálholti 19. júlí kl. 20.00 og í Hofi, Akureyri, 21. júlí kl 20.00.

Efnisskrá:

Jean Sibelius (186-1957): Endurkoma Lemminkainen
(úts. fyrir flautusveit: Paige Dashner Long)

Deborah Anderson (f. 1950): Fire and Ice and Other Miracles

Manuel de Falla (1876-1946): Elddansinn
(úts. fyrir flautusveit: Shaul Ben-Meir)

Felix Mendelssohn (1809-1847): Scherzo úr Draumi á Jónsmessunótt
(úts. fyrir flautusveit Y. Takama)

Laurence Dresner (f. 1955): Transgressions and Permutations

Phyllis Avidan Louke (f. 1954): Canyon Dreams

Jonathan Cohen (f. 1954): Metropolitan Contrarians
Með kontrabassaflautudeild Metropolitan Flute Orchestra

Paige Dashner Long (f. 1955): Eventide Soliloquy
Í minningu sonar míns, Sean Callan MacDonald

Paige Dashner Long (f. 1955): Flutenado

Edvard Grieg (1843-1907): Pétur Gautur, úr svítu 1
(úts. fyrir flautusveit: Shaul Ben-Meir)
Dögun
Dauði Ásu
Dans Anitru
Í höll Dofrakonungsins

Kolbeinn Bjarnason: Fimm söngvar
I: Fyrir Fukushima-san 1
II: Fyrir Atla Heimi
III: Fyrir Taffanel og Gaubert
IV: Fyrir Webern ... eins og vals í fjarska ...

Bára Grímsdóttir: Ég vil lofa eina þá

Þorkell Sigurbjörnsson: Heyr, himna smiður

Ísl. þjóðlag í úts. John Speight: Kvölda tekur

Þorkell Sigurbjörnsson: Nú rennur sól í haf

Stjórnandi MFO: Paige Dashner Long
Sjórnandi ÍFL: Hallfríður Ólafsdóttir
Jeffrey Ash og Claudia Pearce slagverk


Íslenski flautukórinn var stofnaður árið 2003 og kom fyrst fram opinberlega á tónleikum á Myrkum músíkdögum sama ár. Kórinn hefur á að skipa landsliðinu í flautuleik en meðlimir leika m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperunni, Caput og Aton. Efnisskrá flautukórsins samanstendur að mestu leyti af nútímatónlist og hefur hann frumflutt þó nokkur ný verk. Kórinn hefur til að mynda pantað og frumflutt verk eftir Þuríði Jónsdóttur (Refill, 2003), Steingrím Rohloff (Artificial Space, 2005), Malin Bång (Ljómi, 2006), Sigurð Flosason (Flautuspuni, 2005) og Huga Guðmundsson (Lux 2009). Það verk í örlítið breyttri mynd var svo tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2011.

ÍFL komið fram á tónlistarhátíðunum Myrkum músíkdögum, Norrænum músíkdögum, Sumartónleikum í Skálholtskirkju, Menningarnótt, Tectonics, 15:15 tónleikaröðinni og Listahátíð í Reykjavík. Þá hefur Íslenski flautukórinn fengið fræga listamenn til liðs við sig. Flautuleikararnir Ian Clarke, William Bennett og Matthias Ziegler hafa komið til landsins og haldið bæði námsskeið fyrir flautunemendur og tónleika með Íslenska flautukórnum. Árið 2009 var hópnum boðið að halda tónleika á alþjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association í New York og flutti Íslenski flautukórinn þar íslenska tónlist við góðan orðstír. Í mars 2011 hélt Íslenski flautukórinn tónleika í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Árið 2015 var ÍFL boðið að spila á flauturáðstefnu ítölsku flautuakademíunar í Róm; Flautissimo.

View Event →
Í minningu Þorkels Sigurbjörnssonar
Apr
22
3:15 PM15:15

Í minningu Þorkels Sigurbjörnssonar

Íslenski flautukórinn heiðrar minningu Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds með tónleikum sunnudaginn 22. apríl í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu.

Í ár hefði Þorkell fangað áttræðisafmæli sínu, en hann lést fyrir fimm árum síðan. Áhrif Þorkels á íslenska tónlistarsögu eru ótvíræð og við flautuleikarar eigum honum sérstaklega mikið að þakka því hann skrifaði fjölda verka þar sem flautan fær að njóta sín, bæði ein og í samleik með öðrum. Þorkell átti í farsælu samstarfi við marga frábæra flautuleikara um ævina, m.a. Manuelu Wiesler, Robert Aitken og Averil Williams. Mörg verkanna sem flutt verða á þessum tónleikum urðu til úr samstarfi þeirra. Á tónleikunum er ætlunin að gefa góða innsýn í höfundarverk Þorkels með áherslu á flautuna og lofum við frábærri tónlist í flutningi sautján listamanna, Íslenska flautukórsins og gesta þeirra. Hallfríður Ólafsdóttir mun halda um tónsprotann. 

Miðasala er við innganginn og er almennt miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.

Efnisskrá

Heyr, himna smiður (úts. Martial Nardeau)

Rissa I*: Magnea Árnadóttir

Kalais fyrir einleiksflautu (1976)
Berglind María Tómasdóttir

Rissa II*: Áshildur Haraldsdóttir

Dropaspil fyrir tvær flautur (2002)
Hafdís Vigfúsdóttir
Steinunn Vala Pálsdóttir

Rissa III*: Kristrún Helga Björnsdóttir

Sex íslensk þjóðlög (1988)
Berglind Stefánsdóttir, flauta
Auður Hafsteinsdóttir. fiðla
Sigurgeir Agnarsson, selló

Rissa IV*: Dagný Marinósdóttir

Viennese Jig fyrir 8 flautur (2002)

Rissa V*: Hafdís Vigfúsdóttir

HLÉ


Rissa VI*: Þuríður Jónsdóttir

Til Manuelu fyrir flautu

Magnea Árnadóttir

Rissa VII*: Karen Erla Karólínudóttir

Tvíteymi fyrir flautu og klarinett
Hafdís Vigfúsdóttir
Grímur Helgason

Rissa VIII*: Berglind Stefánsdóttir

Oslóarræll fyrir flautu
Berglind María Tómasdóttir

Rissa IX*: Pamela De Sensi

Ra’s Dozen fyrir 12 flautur (1980)

Nú hverfur sól í haf (úts. Martial Nardeau)

*Rissurnar mynda verkið Níu samhverfar rissur og er fyrir altflautu.

Flautuleikarar:
Áshildur Haraldsdóttir
Berglind María Tómasdóttir
Berglind Stefánsdóttir
Dagný Marinósdóttir
Hafdís Vigfúsdóttir
Ingunn Jónsdóttir
Karen Erla Karólínudóttir
Kristrún Helga Björnsdóttir
Magnea Árnadóttir
Margrét Stefánsdóttir
Pamela De Sensi,
Steinunn Vala Pálsdóttir
Þuríður Jónsdóttir

Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari
Grímur Helgason, klarinettuleikari
Sigurgeir Agnarsson, sellóleikari

Hallfríður Ólafsdóttir, stjórnandi


 

View Event →
Nov
28
6:30 PM18:30

Fontanelle di Roma

Tónleikar Íslenska flautukórsins og 6Sense flautusextettsins og Emily Beynon á Flautissimo, 17. ráðstefnu flautuakademíunnar í Róm.

Efnisskrá:

Hildigunnur Rúnarsdóttir (1954) - Fontanelle di Roma

Gunnar Andreas Kristinsson (1976) - Fluid Sculptures

Kolbeinn Bjarnason (1958) - Five Songs

Martial Nardeau (1957) - The last days of Bárðarbunga

Hildigunnur Rúnarsdóttir - stjórnandi

Svanur Vilbergsson - gítar

Íslenski flautukórinn:

Áshildur Haraldsdóttir, Berglind Stefánsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Björn Davíð Kristjánsson, Dagný Marinósdóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir, Karen Erla Karólínudóttir, Kristrún Helga Björnsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Maria Cederborg, Pamela De Sensi, Petrea Óskarsdóttir

View Event →
Vatnspóstar Rómarborgar – Fontanelle di Roma
Nov
1
8:00 PM20:00

Vatnspóstar Rómarborgar – Fontanelle di Roma

Íslenski flautukórinn heldur tónleika á alþjóðlegri tónlistarhátíð flautuakademíunnar í Róm, Flautissimo, þann 28. nóvember 2015. Þá gefst tækifæri til að kynna íslenska tónlist en á efnisskránni eru eingöngu íslensk verk, öll samin fyrir Íslenska flautukórinn.

Koma Íslenska flautukórsins á tónlistarhátíðina hefur fengið þó nokkra athygli og mun ítalska sjónvarpið fjalla um Íslenska flautukórinn og starfssemi hans í 20 mínútna sjónvarpsþætti til kynningar á tónleikunum. Áður er haldið er í tónleikaferðina gefst Íslendingum tækifæri á að hlýða á efnisskránna í Listasafni Íslands 1. nóvember kl 20.

Efnisskrá

Hildigunnur Rúnarsdóttir (1964- )

 Vatnspóstar Rómaborgar,  Fontanelle di Roma fyrir 12 flautur   

1. Allegro 2. Lento 3. Vivace

Maria Cederborg (1960-)

Flaumur (2006), fyrir 11 flautur

Kolbeinn Bjarnason (1958- )

Fimm söngvar (2015), fyrir 10 flautur

I: Fyrir Fukushima-san 1 II: Fyrir Atla Heimi III: Fyrir Taffanel og Gaubert IV: Fyrir Webern V: Fyrir Fukushima-san 2

          - Hlé -

Gunnar Andreas Kristinsson (1976- )

Fluid Sculptures (2014), fyrir 11 flautur og gítar

I II III

Steingrímur Þórhallsson (1974-)

Scherzo (2011) fyrir 12 flautur

Martial Nardeau (1957- )

Síðustu dagar Bárðarbungu (2015), fyrir 13 flautur

Íslenski flautukórinn /The Icelandic Flute ensemble

Áshildur Haraldsdóttir

Berglind Stefánsdóttir

Berglind María Tómasdóttir

Björn Davíð Kritjánsson

Dagný Marinósdóttir

Emilía Rós Sigfúsdóttir

Ingunn Jónsdóttir

Karen Erla Karólínudóttir

Kristrún Helga Björnsdóttir

Maria Cederborg

Pamela De Sensi

Petrea Óskarsdóttir

Hugrún Helgadóttir

Stjórnandi / Conductor : HIldigunnur Rúnarsdóttir

Svanur Vilbergsson, gítar / guitar

The Icelandic Flute Ensemble will be performing at the 17th Italian Flute Festival; Flautuissimo in November 2015. The program consists of Icelandic music specially written for The Icelandic Flute Ensemble. The program will be premiered in The National Gallery of Iceland on the November 1. 2015.

Program

Hildigunnur Rúnarsdóttir ( 1964 )

 Vatnspóstar Rómaborgar / Fontanelle di Roma (2015), for flute ensemble   

1. Allegro 2. Lento 3. Vivace

Maria Cederborg

Flaumur (2006), for flute ensemble

Kolbeinn Bjarnason ( 1958 )

Five Songs (2015), for flute ensemble

I: For Fukushima-san 1 II: For Atli Heimir III: For Taffanel & Gaubert IV: For Webern V: For Fukushima-san 2

                 -Interval-

Gunnar Andreas Kristinsson (1976- )

Fluid Sculptures (2014), for flute ensemble and guitar

I II III

Steingrímur Þórhallsson (1974-)

Scherzo (2011), for flute ensemble

Martial Nardeau (1957- )

The last days of Bárðarbunga (2015), for Flute ensemble

 

View Event →
Cycle Music and Art Festival - Diptych
Aug
14
8:00 PM20:00

Cycle Music and Art Festival - Diptych

Visual artist Sigurdur Gudjónsson and composer Thráinn Hjálmarsson collaborate with The Icelandic Flute Ensemble to create Diptych  which will be premiered at the Festival. Diptych will be performed live but will then gain a life of it’s own as an independent piece of visual and sound art. Their work will be exhibited in the Kópavogur Asylum, which is currently being renovated. Its raw interior will inevitably add a voice into this multi-layered installation of sounds and visuals, which is intertwined with the musician’s performance.

View Event →