Íslenski flautukórinn var stofnaður árið 2003 og hefur á að skipa fremstu flautuleikurum landsins. Efnisskrá flautukórsins samanstendur að mestu leyti af nútímatónlist og hefur hann frumflutt fjölmörg ný verk.

 
 

Íslenski flautukórinn var stofnaður árið 2003 og kom fyrst fram opinberlega á tónleikum á Myrkum músíkdögum sama ár. Kórinn hefur á að skipa landsliðinu í flautuleik en meðlimir leika m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperunni, Caput og Aton. Efnisskrá flautukórsins samanstendur að mestu leyti af nútímatónlist og hefur hann frumflutt þó nokkur ný verk. Kórinn hefur til að mynda pantað og frumflutt verk eftir Þuríði Jónsdóttur (Refill, 2003), Steingrím Rohloff (Artificial Space, 2005), Malin Bång (Ljómi, 2006), Sigurð Flosason (Flautuspuni, 2005) og Huga Guðmundsson (Lux 2009). Það verk í örlítið breyttri mynd var svo tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2011.

"Það er ávalt fagnaðarefni þegar ungt og vel menntað listafólk leggur metnað sinn í að byggja upp starf sem ekki hefur verið til staðar áður og finnur nýjar leiðir til listsköpunar og miðlunar á áður óþekktri list. Slíkur hópur er Íslenski flautukórinn. Stofnun Íslenska flautukórsins var ekki einungis leið fyrir flautuleikarana sem standa að honum til að efla og þroska sjálfa sig sem tónlistarmenn, heldur hefur hópurinn nú þegar sýnt og sannað að þetta er tónlistarhópur sem sérhæfir sig í metnaðarfullum tónlistarflutningi á verkum sem annars myndu ekki heyrast hér á landi. Samspil þessara flautuleikara einkennist af sérstakri næmni, tæknilegri getu og listrænum þroska, auk mikillar leikgleði. Það er einstök upplifun að sitja á tónleikum þeirra." --- Mist Þorkelsdóttir tónskáld.

Íslenski flautukórinn hefur komið fram á tónlistarhátíðunum Myrkum músíkdögum, Norrænum músíkdögum, Sumartónleikum í Skálholtskirkju, Menningarnótt, Tectonics, 15:15 tónleikaröðinni og Listahátíð í Reykjavík. Þá hefur Íslenski flautukórinn fengið fræga listamenn til liðs við sig. Flautuleikararnir Ian Clarke, William Bennett og Matthias Ziegler hafa komið til landsins og haldið bæði námsskeið fyrir flautunemendur og tónleika með Íslenska flautukórnum. Árið 2009 var hópnum boðið að halda tónleika á alþjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association í New York og flutti Íslenski flautukórinn þar íslenska tónlist við góðan orðstír. Í mars 2011 hélt Íslenski flautukórinn tónleika í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Árið 2015 var ÍFL boðið að spila á flauturáðstefnu ítölsku flautuakademíunar í Róm; Flautissimo.

The Icelandic Flute Ensemble was founded in Reykjavik, Iceland in 2003 and consists of around sixteen professional players. The repertoire of the Icelandic Flute Ensemble is mainly based on contemporary music. The group has commissioned several new pieces, for example Þuríður Jónsdóttir (Refill, 2003), Steingrímur Rohloff (Artificial Space, 2005), Malin Bång (Ljómi, 2006), Jón Hlöðver Áskelsson (Draumur Manúelu, 2010), Guðmundur Steinn Guðmundsson (Harskjall og Svellkar, 2010),  Hugi Guðmundsson (Lux 2009) and Kolbeinn Bjarnason (Fimm söngvar 2015). The Icelandic flute ensemble has performed in festivals such as the Skálholt Summer Concerts, Reykjavik Art Festival, Nordic Music Days, Tectonics Music Festival, and Dark Music Days in Reykjavík.
In collaboration with The National Gallery of Iceland The Icelandic Flute Ensemble conducts a lunch-time concert series in The National Gallery. The concerts take place once a month and the IFE performs chamber music programs of diverse styles. The repertoire consists of all variations of flute chamber music, from solo flute to combinations with other instruments. The IFE has worked with Ian Clarke, William Bennett and Matthias Ziegler in their visits to Iceland. The Icelandic Flute Ensemble has been offered to perform at The National Flute Association Conference in New York (2009) and Flautissimo, the flute festival of the Italian Flute Academy in Rome (2015).

 

 

 

 

Verk samin fyrir Íslenska flautukórinn

Works commissioned and premiered by The Icelandic Flute Ensemble

Þuríður Jónsdóttir - Refill (2003)
 

Steingrímur Rohloff – Artificial Space (2005)
 

Malin Bång – Ljómi (2006)
 

Sigurður Flosason –  Flautuspuni (2005)

Þuríður Jónsdóttir - Hugleiðing um Tónatóna Atla Heimis Sveinssonar (2007)

Þuríður Jónsdóttir - Hugleiðing um Næturtóna Arla Heimis Sveinssonar (2007)
 

Hugi Guðmundsson – Lux (2009)
 

Jón Hlöðver Áskelsson – Draumur Manúelu (2010)

Maria Cederborg - Flaumur (2006)

Guðmundur Steinn Guðmundsson - Harskjall og Svellkar (2010)

Steingrímur Þórhallsson -

Bára Sigurjónsdóttir Á djúpum nótum- (2013)

Barbara Kaszuba - Leirhnjúkur (2014)

Gunnar Andreas Kristinsson - Fluid Sculptures (2014)

Jesper Pedersen - Flaarpel (2014)

Bethany Young - Northern Lights Vigil (2014)

Martial Nardeau - Síðustu dagar Bárðarbungu (2015)

Kolbeinn Bjarnason - Fimm söngvar (2015)

Þráinn Hjálmarsson - Grisaille (2015)

Hildigunnur Rúnarsdóttir - Vatnspóstar Rómarborgar (2015)