Back to All Events

Andrými í litum og tónum - „L’amour, l’amour “

  • Listasafn Íslands Fríkirkjuvegur Reykjavík, 101 Iceland (map)

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin.
Aðgangur er ókeypis.

Sennilega er fátt nýtt undir sólinni þegar talið berst að ástinni og viðfangsefnið vinsælt umfjöllunarefni listamanna um heim allan. Verkin á þessum tónleikum tengjast öll ástinni á einn eða annan hátt og eiga sinn sérstaka stað í hjörtum flytjenda. Flutt verða verk eftir Saint-Saens, Elgar, Gaubert og Borne. Flytjendur eru Hafdís Vigfúsdóttir flauta og
Kristján Karl Bragason píanó.

Efnisskrá:
Camille Saint-Saens: Rómansa op. 37
Edward Elgar: Salut d’Amour
Philippe Gaubert: Madrigal
Francois Borne: Carmen Fantasía