Andrými í litum og tónum

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.
Aðgangur er ókeypis.

Flytjendur:

Margrét Hrafnsdóttir - sópran

Karen Erla Karólínudóttir - flauta

Ingunn Hildur Hauksdóttir - píanó

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins