Back to All Events

Andrými í litum og tónum - „Hugleiðing“

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.
Aðgangur er ókeypis.

Flytjendur:
Berglind Stefánsdóttir
Dagný Marinósdóttir
Emilía Rós Sigfúsdóttir
Karen Erla Karólínudóttir

Efnisskrá:

Georg Philipp Telemann (1681-1767)
La Caccia - per quatro flauti
-Pastorale
-Vivace

Martín José Rodríguez Peris (1949-)
Concierto Para Quatro (A Miguel Sanz Madrid)
-Sandra
-Belén

Paul Koepke (1918-2000)
Autumn Idyll

Jacques Castéréde (1926-2014)
Flutes En Vacances
-I Flutes Pastorales
-II Flutes Joyeuses
-III Flutes Reveuses
-IV Flutes Légéres

Það er tími til að hægja á slættinum í deginum og gefa sér næði til að njóta gersema og gloría.