Back to All Events

Anrými í litum og tónum - „Sanctuary“

Tónleikarnir bera að þessu sinni yfirskriftina Sanctuary – Griðarstaður með vísun í málverkið Sanctuary eftir Jón Óskar. Þá verður flutt frönsk tónlist eftir þá C. Saint-Saëns, G. Fauré og F. Poulenc.

Ungu tónlistarkonurnar Emilía Rós Sigfúsdóttir og Ástríður Alda Sigurðardóttir hafa leikið saman hérlendis og erlendis síðastliðin ár við góðan orðstír, meðal annars með Elektra Ensemble. Fyrir ári síðan gáfu þær út geisladiskinn Portrait sem hlaut þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013 og afar góðan dóm í september tölublaði hins virta tónlistartímarits Gramophone. Þar segir m.a.: „Allt í gegnum efnisskrána tengjast listakonurnar tvær í fullkomnum samleik. Hljómblær flautunnar skilar sér fallega í hljóðrituninni og jafnvægið milli hljóðfæranna er allt að því gallalaust. Þetta er upplífgandi diskur.“ Diskurinn verður til sölu á tónleikunum á sérstöku tilboðsverði.

Efnisskrá:

Camille Saint-Saëns (1835-1921) Rómansa op. 37
Gabriel Fauré (1845-1924)
Sicilienne op. 78
Morceau de concours
Francis Poulenc (1899-1963) Sónata fyrir flautu og píanó
Allegretto malincolico
Cantilena
Presto giocoso

Flytjendur:
Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta
Ástríður Alda Sigurðardóttir, pianó

Það er tími til að hægja á slættinum í deginum og gefa sér næði til að njóta gersema og gloría.