Back to All Events

Andrými í litum og tónum - „Homage to Enrique Granados (1867-1916)“

Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands. Síðasta föstudag hvers mánaðar er boðið upp á fjölbreytta tónlist til þess að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Að tónleikunum loknum býður Kaffistofa listasafnsins upp á hádegisverðartilboð.
Aðgangur er ókeypis.

Flytjendur:
Pamela De Sensi- flauta
Páll Eyjólfsson - gítar

Efnisskrá:
Enrique Granados (1867-1916) Valsos poétics

- Vivace Molto

- I Melodico

- II tempo di vals noble

-III Tempo de vals lento

-IV Allegro humoristico

-V Allegretto elegante

-VI Quasi ad libitum

-VII Vivo

Enrique Granados (1867-1916) Danza espanola n. 5

Carlos Radaelli Petite Milonga

Tónleikarnir eru stkyrktir af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytistins

Ferilskrá:
Pamela De Sensi lauk einleikaraprófi 1998 frá "Conservatorio di Musica L. Perosi” í Campobasso á Ítalíu og svo lokaprófi í kammertónlist frá "Conservatorio di Musica S.Cecilia" í Róm 2002 . Einnig hefur hún sótt tíma hjá heimskunnum flautuleikurum s.s. C. Klemm, M.Ziegler, F. Reengli, T. Wye, M. Larrieu. Hún hefur tekið þátt í mörgum keppnum sem sólisti og utan Ítalíu og alltaf orðið í efstu sætum. Pamela hefur spilað á fjölda tónleika víðs vegar bæði sem einleikari sem og í kammertónlist og má þar nefna í Frakklandi, Spáni, Englandi, Kasakstan, Mexíkó, Íslandi, Færeyjum, Finnlandi, í Bandaríkjunum og víðsvegar á Ítalíu. Hún er stjórnandi Töfrahurð bókaútgáfu, og kennir við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins.

Páll Eyjólfsson lauk einleikaraprófi á gítar frá Gítarskólanum, Eyþóri Þorlákssyni og í hliðargreinum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Páll fór í framhaldsnám til Alcoy á Spáni þar sem hann nam í einkatímum hjá José Luís González, sem var einn af nemendum Andrés Segovia. Fjölmargir tónlistarnemar hafa sótt gítartíma til Páls í ýmsum tónlistarskólum í Reykjavík, en hann hefur samhliða kennslunni haldið tónleika víðsvegar um landið og í nokkrum Evrópulöndum. Ríkisútvarpið hefur gert upptökur með leik hans, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, gítarkonsert eftir John A. Speight, og áður hafa komið út geisladiskar þar sem Páll spilar með öðrum hljóðfæraleikurum. 2009 kom út einleiksdiskur þar sem Páll leikur verk eftir spænska tónskáldið Tárrega og brasilíska tónskáldið Villa-Lobos.